meðfærilegur, fjölhæfur og þrautseigur

Hið opinbera ræktunarmarkmið íslenska hestsins miðar að því að rækta heilbrigðan, frjósaman og endingargóðan hest – hraustan íslenskan hest. Almennt er stefnt að því að rækta hina léttbyggða hesta með áherslu á styrk, skrokkmýkt og vöðvastælta líkamsbyggingu. Sköpulagið á að stuðla að mikilli ganghæfni og eðlisgóðum höfuðburði og á sama tíma að taka mið af almennt viðurkenndum fagurfræðilegum þáttum.

Stærð íslenska hestsins er æði misjöfn, allt frá 130 cm að hæsta punkti herðakambs til meira en 150 cm. Meðalhæð íslenska hestsins hefur aukist umtalsvert á síðustu 30 árum og er nú um 140 cm. Hluti ástæðunnar er betra fóður, en einnig hefur meðalhæð aukist vegna markvissrar ræktunar.
 
Þrátt fyrir að hvatt sé til fjölbreytni í litum hestsins þá eru ekki allir litir viðurkenndir í ættbók. Opinbert ræktunarmarkmið er að varðveita öll náttúruleg litbrigði hestakynsins.
 
Hér má sjá nákvæma lýsingu á ræktunarmarkmiðum, reglum og reglugerðum