fjölbreytt úrval

Reiðtygi og útbúnaður er yfirleitt sérstaklega hannað fyrir íslenska hestinn. 

Algengast er að nota einfalt beisli með hefðbundnum hringamélum, nasamúl eða enskan, og íslenskan hnakk sem er ekki ósvipaður hnökkum sem notaðir eru við hlýðniæfingar (dressage) og stundum písk.

Reiðmaðurinn er vanalega í reiðbuxum eða skóbuxum og í reiðskóm eða reiðstígvélum, þægilegum jakka eða peysu og með vandaðan reiðhjálm.

Allir ættu að finna búnað við sitt hæfi því þónokkrir framleiðendur bjóða upp á fjölbreytt úrval af reiðtygjum og útbúnaði.