LITRÍKuR FÉLAGi

Litbrigði íslenska hestsins eru líklega með þeim fjölbreyttastu sem finnst. Flesta þekkta hestaliti er hægt að finna í íslenska hestakyninu. Þótt oft sé sagt að „góður hestur hafi engan lit“ þá eiga margir sína eftirlætis liti og tapa sér í umræðu um einkenni þeirra.

LITIR OG GENIN

Öll hross hafa einn af þremur grunnlitunum; brúnan, rauðan eða jarpan. Brúnir hestar geta verið annað hvort arfblendnir, með bæði rautt og brúnt gen, eða brúnir og geta þá þeirra afkvæmi orðið rauð. Rauði grunnliturinn er víkjandi gen og því aðeins mögulegur ef bæði faðir og móðir eru með rautt gen. Þannig að folald undan rauðum foreldrum getur aðeins verið rautt.

Til viðbótar við grunnlitina þá eru ýmis tilbrigði eins og skjóttur, álóttur, leirljós, grár, moldóttur, vindóttur, slettuskjóttur* eða litföróttur. Þessi afbrigði geta einnig komið saman í einum hesti. Þannig getur brúnn hestur verið með álótt gen og moldótt gen sem gerir hann mun ljósari en grunnliturinn segir til um. Grár getur einnig verið hluti af arfgerð allra lita og þýðir að hrossið verður grátt með aldrinum.

Afbrigðið slettuskjóttur er aðeins mögulegt ef hrossið er arfblendið, það er ef gen erfast frá bæði föður og móður. Ef hrossið er arfhreint, aðeins eitt gen, þá birtist það oft í stórri blesu og/eða bláum augum, einnig oft með einum eða fleirum hvítum sokkum.

Moldótta genið er falið í rauða grunnlitinum og getur verið arfgengt þótt það sjáist ekki á lit hestsins. Í hestum með grunnlitina brúnan og jarpan og moldótta genið verður fax og tagl ljósara og búkurinn upp að vissu marki og er þá oft talað um „súkkulaði-brúnan“ þegar grunnlitur er brúnn. Fundist hafa tengsl milli sérstaks augnsjúkdóms og þessa gens sem getur valdið vanda, sérstaklega þegar um arfhreina hesta er að ræða.

Litföróttir hestar skipta litum og er sumar- og vetrarfeldur þá hinn „rétti“ litur en að vori og hausti þá eru þeir litlausir, þ.e. hvítir.

Hlekkir:

Litir og litbrigði íslenska hestsins. 2009 Guðrún J. Stefánsdóttir og Guðni Þorvaldsson
lhhestar.is - Kampavinsgen
HI.is - Einangrun erfdavisis glolita i islenska hestinum
Oxford Academic - heritance of yellow dun and blue dun
Sogusetur.is-litir islenska hestsins
Wiley.com- MCOA syndrome in silver mutant ponies
Wiley.com - Multiple congenital ocular anomalies and the silver dapple gene