Ævintýri framundan! Íslandshestasamfélagið tekur höndum saman og heiðrar íslenska hestinn um allan heim þann 1. maí. Hesteigendur eru hvattir til að opna hesthúsin sín og bjóða vinum og vandamönnum í heimsókn til þess að kynnast þessum einstaka vini okkar og upplifa sæluna sem fylgir hestamennskunni.

Deildu upplifun þinni með okkur! Við viljum gjarnan sjá myndirnar þínar eða myndskeiðin og sérstaklega tenginguna milli manns, hests og náttúrunnar. Með því að nota myllumerkin #horsesoficeland og #dayoftheicelandichorse á samfélagsmiðlum tekur þú virkan þátt í að breiða út gleðina og fegurðina sem felst í sambandi okkar við hestinn.

Við hvetjum aðdáendur íslenska hestsins til að fara út í náttúruna, eiga góða stund með hestinum og vinum og festa það á filmu. Eigandi bestu myndarinnar/myndskeiðsins hlýtur vegleg verðlaun, eða flugmiða með Icelandair að verðmæti 70.000 kr og miða á Landsmót hestamanna á Hellu í sumar!

Góða skemmtun á 1. maí!

 

 

Myndasafn

0 0 0 0 0 0 0 0

Deila: