Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2019 var haldið í miðri Berlín, 4.–11. ágúst og varð íslenska landsliðið sér úti um 11 gull, sem er besti árangur Íslands frá því að mótið var fyrst haldið árið 1970!

Horses of Iceland var með stórt tjald á keppnissvæðinu þar sem íslenski hesturinn var kynntur með ýmsum viðburðum, t.d. sagði Þórdís Anna Gylfadóttir frá Knapamerkjunum, Herdís Reynisdóttir frá sögu reiðmennsku á Íslandi og Þórarinn Eymundsson sýndi myndband til að kynna þjálfun hesta með nýjum íslenskum stangarmélum frá Hrímni. Auk þess var Ísland kynnt sem áfangastaður og Louisa Hackl hélt námskeið um ljósmyndun og samfélagsmiðla, sem gengu mjög vel. Lifandi, íslensk tónlist var spiluð og gestir gátu horft á myndbönd af íslenska hestinum með þrívíddargleraugum. Fulltrúar frá Landsmóti 2020, FEIF og WorldFengi voru einnig í tjaldinu. Nýir samstarfsaðilar gengu til liðs við Horses of Iceland og mörg framtíðarverkefni voru rædd.

Sérstökum gestum var boðið í 50 ára afmælishóf FEIF, sem haldið var í tjaldi Horses of Iceland 9. ágúst. Elín Rósa frá þýsku sendinefndinni hélt opnunarræðu ásamt Gunnari Sturlusyni, formanni FEIF, og Ewald Isenbügel, stofnandi og forseti FEIF, hélt einnig erindi. Vikingyr bauð upp á íslenskt lambakjöt og skálað var í víni sem hét Five Gaits („fimmgangur“). Til hamingju með afmælið, FEIF!

Myndasafn

0 0 0 0

Deila: