Íslenski hesturinn býr yfir fleiri gangtegundum en flest hestakyn. Allar hestategundir búa yfir feti, brokki og stökki/valhoppi en sá íslenski hefur tvær gangtegundir til viðbótar; tölt og skeið.
Litbrigði íslenska hestsins eru líklega með þeim fjölbreyttastu sem finnst. Flesta þekkta hestaliti er hægt að finna í íslenska hestakyninu. Þótt oft sé sagt að „góður hestur hafi engan lit“ þá eiga margir sína eftirlætis liti og tapa sér í umræðu um einkenni þeirra.