Það er ánægjulegt að geta sagt frá samstarfi Horses of Iceland og IPZV e.V., samtaka íslenskra hrossaræktenda og knapa í Þýskalandi.

IPZV eru stærstu samtökin af þessu tagi í heiminum með yfir 26.000 meðlimi árið 2022.

Markmið Horses of Iceland er að kynna íslenska hestinn og er þetta samstarf lykill að árangri verkefnisins á þessum mikilvæga markaði fyrir íslenska hestinn. Samstarf við IPZV og aðra samstarfsaðila, og samnýting  á auðlindum, þekkingu og hæfileikum  er grundvallaratriði til að Horses of Iceland nái markmiði sínu um að auka þekkingu á íslenska hestinum á heimsvísu.

Fulltrúar verkefnisins eru því mjög spenntir fyrir samstarfinu og hlakka til að vinna með IPZV og meðlimum þess.

Fyrsta samstarfsverkefnið okkar var Equitana sýningin í Essen í Þýskalandi og heppnaðist mjög vel. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Á sýningunni tók Henning Drath, blaðamaður hjá eyja.net viðtal við Peter Nagel, formann IPZV, og Berglindi Margo Þorvaldsdóttur, verkefnastjóra Horses of Iceland. Viðtalið er aðgengilegt hér að neðan.

 

Deila: