Equine Affaire sýningin fór fram 7.–10. nóvember síðastliðinn í West Springfield, Massachusetts, í Bandaríkjunum.

Atriði voru haldin með ótal mismunandi hrossakynjum, m.a. íslenska hestinum. Í kvöldsýningunni, Fantasia, sýndu Knights of Iceland listir sínar á íslenska hestinum og vöktu verðskuldaða athygli. Þetta var sérstaklega skemmtilegt þar sem íslenski hesturinn hafði ekki tekið þátt í kvöldsýningunni síðastliðin þrjú ár en var í ár lokaatriði sýningarinnar tileinkað honum. Einning var íslenski hesturinn kynntur með fyrirlestrum og minni sýningaratriðum yfir daginn. 

Horses of Iceland var með kynningarbás á sýningarsvæðinu í samstarfi við félag íslenskra hestaeigenda í norðausturhluta Bandaríkjanna, Northeast Icelandic Horse Club. Í kynningarbásnum voru samstarfsaðilar kynntir og myndbönd sýnd. Þrívíddargleraugun vöktu mikla athygli auk þess sem íslenskur hestur var alltaf til sýnis í stíu við hlið kynningarbássins. Fjölmargir sýningargestir litu við og skráðu sig á fréttalista, en hægt var að vinna ferð til Íslands og fjögurra daga hálendisferð með Riding Iceland.

Um 90.000 gestir sækja sýninguna heim á hverju ári.

Ljósmyndir: Marta Gunnarsdóttir

Myndasafn

0 0 0 0 0 0 0

Deila: