Landbúnaðarsýningin var haldin í Laugardalshöll dagana 14. – 16. október.

Bændur og búalið streymdu á sýninguna til að skoða nýjustu tæki og tól og skoða og meta öll tilboðin sem þar var að finna.

Horses of Iceland voru með bás á sýningunni og mikill gestagangur var allan tímann. Fólk kom við til að skoða myndbönd og myndir af hestum og til að fá ýmsa fræðslu sem var auðsótt mál.

Einnig gafst fólki kostur á að taka þátt í leik með því að skrá sig á póstlista verkefnisins. Vinningshafar voru systurnar Glódís og Helena Gunnarsdætur og hlutu þær að launum 70.000 króna gjafabréf frá Icelandair.

Við óskum þeim til hamingju!

 

Myndasafn

0 0 0

Deila: