Horses of Iceland hefur frá upphafi lagt áherslu á stafræna markaðssetningu og er í dag með yfir 100.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum. Okkur langar nú að miðla þekkingu okkar áfram til ykkar með þessu einstaka námskeiði sem haldið verður 20. nóvember nk. í húsakynnum Eldhesta.

Gunnar Freyr Gunnarsson
Gunnar Freyr er með 321 þúsund fylgjendur á Instagram, líklega mun fleiri en nokkur annar íslenskur ljósmyndari. Hann er sendiherra Canon á Íslandi og á Norðurlöndunum og hefur reglulega haldið fyrirlestra fyrir hönd Canon um notkun samfélagsmiðla. Gunnar Freyr hefur meðal annars komið að vinnslu og umsjón samfélgamiðla fyrir Horses of Iceland frá upphafi.

 

Gígja Einarsdóttir
Gígja er hestaáhugamanneskja af lífi og sál, alin upp í sveit þar sem hún varði löngum stundum á hestbaki eða dvaldi úti í hestastóði. Þessi mikli áhugi hennar á hestum leiddi síðan til þess að hún fór að taka myndir af íslenska hestinum og hefur hún um nokkurra ára skeið verið í fararbroddi hestaljósmyndara hér á landi.
H&M, Urban Outfitters, Old Navy og By Nord eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa birt myndir eftir hana. 

 

DAGSKRÁ 

9.00  Mæting, kynning, kaffi
9.30  Grunnatriði ljósmyndunar
11.00 Myndataka, fyrri hluti
12.30 Hádegisverður
13.30 Myndataka, seinni hluti
15.00 Kaffihlé
15.15  Myndvinnsla
16.30 Samfélagsmiðlar
18.00 Námskeiðslok

Verð og skráning

Námskeiðsgjald er 25.000 kr. Frítt fyrir samstarfsaðila HOI
Veitingar og námskeiðsgögn eru innifalin í þátttökugjaldi.

Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 20. nóvember í húsakynnum Eldhesta í Ölfusi (Hótel Eldhestar). 

Við þökkum fyrir góða móttöku en námskeiðið er uppselt

Nánari upplýsingar veitir Jelena Ohm, jelena@islandsstofa.is 

Deila: