Vilt þú vinna glæsilegar íslenskar hönnunarvörur? Taktu þátt í ljósmyndasamkeppninni okkar og hjálpaðu til við að fagna Alþjóðlegum degi íslenska hestsins og okkar einstaka hrossakyni.

Hjálpaðu okkur við að halda upp á Alþjóðlegan dag íslenska hestsins þann 12. september. Í ljósi aðstæðna ákvað Horses of Iceland (HOI) að efna til ljósmyndasamkeppni í ár, í stað þess að bjóða heim í hesthús.

Deildu þinni uppáhaldsmynd, gamalli eða nýrri, með fylgjendum HOI. Hún á að fanga töfrandi augnablik þar sem íslenski hesturinn er aðalstjarnan í fallegri náttúru. Þú getur halað myndinni upp hér.

Þú gætir unnið Kalda Gore-Tex® Infinum® Windstopper® ullarjakka frá 66°Norður með herra- eða dömusniði og hlýtt ullarteppi með fallegri mynd af íslenskum hesti frá íslenska hönnunarmerkinu islensk.is!

Þú mátt senda inn eins margar myndir og þú vilt. Fylgjendur kjósa síðan sína uppáhaldsmynd – aðeins er hægt að kjósa eina mynd. Sú mynd sem fær flest atkvæði vinnur.

Til þess að tryggja sér sem flest atkvæði hvetjum við alla þátttakendur til að deila myndunum með vinum og fjölskyldu á samfélagsmiðlum og fá þau til að kjósa. Gleymdu ekki #horsesoficeland myllumerkinu.

Hægt er að taka þátt frá 1.–11. september og síðan verður sigurvegarinn tilkynntur á Alþjóðlegum degi íslenska hestsins, 12. september.

Gangi ykkur vel!

Mynd: Christiane Slawik.

Deila: