Keppnistímabilið hefst á fimmtudaginn kemur þegar keppt verður í fjórgangi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum. Mót deildarinnar í vetur fara fram í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.

Frítt verður inn því Íslensk verðbréf bjóða áhorfendum að njóta fyrstu keppni vetrarins þeim að kostnaðarlausu.

Átta lið og 40 knapar munu keppa í átta mismunandi greinum í deildinni í vetur. Fjórgangur verður á dagskrá 26. janúar, slaktaumatölt 9. febrúar, fimmgangur 3. mars, gæðingafimi 23. mars, gæðingaskeið og 150-metra skeið 8. apríl og tölt og 100-metra skeið 15. apríl, en þá verður einnig lokahátíðin haldin. 

HorseDay mun bjóða uppá léttar veitingar í tilefni þess að deildin er að hefjast og einnig verður sérstakt tilboð á áskriftum í HorseDay smáforritinu á staðnum.

Veitingasalan verður á sínum stað og matseðillinn er glæsilegur. Boðið verður uppá eftirfarandi rétti:

  • Ofnsteikt lambalæri með bernaise, kartöflum og grænmeti

  • Tælensk kjötsúpa

  • Samlokur frá Vor

  • Pizzusneiðar frá Kaffi Krús

Gestir eru hvattir til að panta sér mat fyrir fram með því senda beiðni um slíkt á info@ingolfshvoll.is,  því þá er um leið hægt að taka frá sæti í stúkunni fyrir kvöldið.

Húsið og veitingasalan opnar kl. 17:30, upphitunarhestur kemur í braut kl. 18:30 og mótið hefst síðan stundvíslega kl. 19:00. Ráslista kvöldsins má finna hér. 

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt þá er nauðsynlegt að vita að öll mót Meistaradeildar Líflands verða aðgengileg á streymisveitu Alendis.is og einnig er þar að finna ýmis konar aukaefni tengt hestaíþróttum. Það er því um að gera að tryggja sér áskrift í tíma og vera tilbúinn fyrir alla viðburði vetrarins í hestaíþróttum.

 

Texti: Hilda Karen Garðarsdóttir

 

 

Myndasafn

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

Deila: