Nýverið kom til Íslands sendinefnd með 60 fulltrúum frá landbúnaðarráðuneytum Norðurlandanna í heimsókn og kynnti sér m.a. íslenska hestinn.
Nýverið kom til Íslands sendinefnd með 60 fulltrúum frá landbúnaðarráðuneytum Norðurlandanna í heimsókn.
 
Í ferðinni kynntu þau sér m.a. íslenska hestinn og markaðsverkefnið Horses of Iceland. Þáðu þau boð um að koma og skoða hrossarækt Gangmyllunnar á bænum Syðri-Gegnishólum hjá Selfossi, sem er í eigu Olil Amble og Bergs Jónssonar.
 
Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland, hélt kynningu á verkefninu og Olil sagði frá hrossaræktinni og eiginleikum íslenska hestsins. Eftir kynningarnar fékk hópurinn leiðsögn um hesthúsið á Syðri-Gegnishólum og boðið var upp á sýningu í reiðhöllinni þar sem Gangmyllan tefldi fram sínum bestu gæðingum. 
 
Heimsóknin var í vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, en Ísland fer með formennsku í nefndinni í ár. Í ferðinni funduðu ráðherrarnir m.a. um loftslagsbreytingar og gróðursettu tré í Gunnarsholti til að kolefnisjafna ferðalög sín. 
 
Lesa má nánar um heimsóknina á vef Stjórnarráðs Íslands.

Deila: