Glæný fyrirlestraröð um kynbótastarf og ræktun íslenska hestins á ensku fer í loftið 30. mars. Þetta eru fjórir 40 mínútna fyrirlestrar sem verða sýndir beint á Facebook-síðu Horses of Iceland. Fyrirlestrarnir eru ókeypis og opnir öllum.

Horses of Iceland kynnir RAFRÆNA fyrirlestraröð um kynbótastarf og ræktun íslenska hestsins á ensku, en fyrsti fyrirlesturinn fer í loftið þriðjudaginn 30. mars kl. 18:00. Næstu fyrirlestrar verða sýndir næstu þriðjudaga á eftir til 20. apríl. Þeir verða ókeypis og opnir öllum og sýndir beint á Facebook-síðu Horses of Iceland.

Dagskráin er eftirfarandi:

30. mars kl. 18:00: Upphaf ræktunar íslenska hestsins og fyrstu ráðunautarnir

6. apríl kl. 18:00: Ráðunautar frá 2000, breytingar, þróun og ræktunarlínur

13. apríl, kl. 18:00: Nútíma kynbótasýningar, aðferðir og tilgangur

20. apríl, kl. 18:00: Ræktunarmarkmið, opinber og einkamarkmið – upphaf markmiðanna, mikilvægi valkosta og fjölbreytni

Hver fyrirlestur er um 40 mínútur og á eftir verður spurningum áhorfenda svarað. Einnig verður hægt að horfa á fyrirlestrana eftir á.

Fyrirlesari er Herdís Reynisdóttir (Dísa), reiðkennari og kynbótadómari, og er efnið sett fram á léttan og skemmtilegan hátt.

Dísa útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur ferðast um allan heim til að halda reiðnámskeið og dæma á kynbótasýningum – hún starfaði sem kynbótadómari í 17 ár.

Deila: