Fimmtudaginn 9. September mun Alendis TV bjóða upp á sölusýningu í beinni útsendingu frá Reiðhöllinni í Víðidal.

Sýningin heitir Alendis Exclusive #1 og hefst klukkan 19:00 á íslenskum tíma. Það munu tuttuhu hross mæta og ef þú hefur ekki ennþá fundið þitt nýja hross þá má vel vera að það leynist í hóp þessarra tuttugu. 

Í fyrra, árið 2020 var fyrsta sölusýning Alendis haldin sem gekk gífurlega vel. Fjöldi fólks hafði samband við umráðamenn hrossanna og seldust þó nokkur eftir sýninguna. Því er um að gera að líta inn á fimmtudaginn og taka stöðuna á því sem verður í boði.

Sölusýningar hafa verið alls konar í gegnum tíðina. Með Alendis Exclusive langar okkur að kynna fjölbreytt, vel þjálfuð hross á hinum ýmsu þjálfunarstigum með umsögnum þjálfara sem þekkja hrossin. 

Það verður skemmtileg og fjölbreytt dagskrá á Alendis TV í haust. 

Á föstudaginn næstkomandi, 3. September hefst Metamót Spretts sem verður í beinni útsendingu á Alendis. Þann 9. September verður svo  Alendis Exclusive #1 og þann 20. September munum við frumsýna fyrsta þátt af þáttaseríunni Hesthús á Íslandi (Stables in Iceland) sem verður kynnt betur fljótlega.

Fylgist vel með í haust.

 

Deila: