Glæný fyrirlestraröð um kynbótastarf og ræktun íslenska hestins fer í loftið 9. febrúar. Þetta eru fjórir 30 mínútna fyrirlestrar sem sænska sjónvarpsstöðin Töltriding framleiðir. Þeir verða sendir út á sænsku í gegnum Töltriding-appið, sem allir geta hlaðið niður endurgjaldslaust.

Glæný fyrirlestraröð um kynbótastarf og ræktun íslenska hestins fer í loftið 9. febrúar. Þetta eru fjórir 30 mínútna fyrirlestrar sem sænska sjónvarpsstöðin Töltriding framleiðir. Þeir verða sendir út á sænsku í gegnum Töltriding-appið, sem allir geta hlaðið niður endurgjaldslaust.

Efnið er sett fram á léttan og skemmtilegan hátt, en reiðkennarinn og fyrrum kynbótadómarinn Herdís Reynisdóttir er þáttarstjórnandi. Í þáttunum er komið er inn á upphaf ræktunnar íslenska hestsins, fyrstu ráðunautana og þeirra áherslur, kynbótasýningar nútímans og núverandi ræktunarkerfi, auk ræktunarmarkmiða, opinberra sem einstaklingsbundinna.

Tilgangur fyrirlestranna er að kynna sögu hrossaræktarinnar og kynbótastarf á Íslandi fyrir sænskum eigendum íslenska hestsins og öðru áhugafólki um hrossakynið. Samkvæmt eiganda Töltriding, Hafliða (Haffa) Gíslasyni, vantar greinagóðar upplýsingar um ræktun og ræktunarsögu íslenska hestsins fyrir þennan markað. „Áhuginn er mikill í Sviþjóð en lítið er til af menntun og kennsluefni fyrir þennan hóp,“ segir Haffi.

Í framhaldinu verður efnið nýtt til þess að kynna áherslur og markmið í ræktun íslenska hestsins víðar. Herdís mun þá halda fyrirlestrana á ensku og verða þeir sendir út í beinni útsendingu á Facebook-síðu Horses of Iceland. Fyrirlestrarnir verða opnir öllum og áhorfendur geta sent inn spurningar. Tímasetning verður tilkynnt síðar.

Lesið meira um dagskrána fyrir sænsku fyrirlestrana hér.

Texti: Eygló Svala Arnarsdóttir. Mynd: Christiane Slawik.

Deila: