Markaðsverkefnið Horses of Iceland hefur að markmiði að auka verðmætasköpun í hestageiranum.

Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins og býður öllum aðilum í ræktun hestsins, útflutningi, framleiðendum og öðrum sem selja þjónustu tengda hestinum að taka þátt í verkefninu. Samstarfsaðilar taka þátt í að móta áherslur og markaðsaðgerðir og fá m.a. kynningu fyrir sína starfsemi á vef og samfélagsmiðlum Horses of Iceland ásamt sýnileika á viðburðum.

Sérstök kynning verður gerð fyrir ræktunarbú sem eru samstarfsaðilar verkefnisins og ætla að bjóða heim þann 10. júlí eftir Landsmót hestamanna 2022. 

Nánari upplýsingar um kostnað og ávinning af þátttöku í verkefninu má finna hér. Samstarfssamningi má hlaða niður hér

Allar nánari upplýsingar veitir:

Jelena Ohm, Verkefnastjóri, Horses of Iceland
jelena@horsesoficeland.is

Deila: