Hestasýningin Sweden International Horse Show fór fram í Stokkhólmi dagana 25. – 29. nóvember s.l. Sýningin er gríðarlega áhugaverður markaðsgluggi fyrir íslenska hestinn enda er þar að finna hin ýmsu hestakyn, hestatengdar vörur, fræðslu og keppni í ýmsum greinum hestaíþrótta. Horses of Iceland var á staðnum, tók þátt og kynnti íslenska hestinn við bestu aðstæður í glæsilegu umhverfi Friends Arena.

Íslenski hesturinn spilaði nokkuð stóra rullu á sýningunni þar sem hann tók þátt í fjölskyldudegi á fimmtudeginum og á föstudagskvöldið stal hann senunni í World Cup töltkeppninni. Að auki var tamningameistarinn Eyjólfur Ísólfsson með kennslusýningar um töltþjálfun og fleira.

Þátttökuknaparnir höfðu safnað stigum í World Cup keppnum á árinu og voru átta efstu mættir til að taka þátt í úrslitunum fyrir fullri höllinni í Friends Arena. Tvö undanúrslit voru riðin og fjórir knapar komust upp úr þeim og tóku þátt í úrslitum.

Það voru þau Sys Pilegaard frá Danmörku, Jamila Berg Dibi, Kristján Magnússon og Vignir Jonasson kepptu fyrir Svíþjóð. Sænsku knaparnir reyndu hvað þeir gátu til að komast upp fyrir Sys og Abel en höfðu ekki erindi sem erfiði og leikar fóru þannig að Sys vann með nokkrum yfirburðum með einkunnina 8,90.

Keppnin var sýnd á besta tíma í sænska ríkissjónvarpinu og sendiherra Íslands í Svíþjóð, Heimir Hannesson tók þátt í sýningunni með Horses of Iceland og veitti verðlaunin.

 

Úrslit World Cup Icelandic Horse: 

  1. Sys Pilegaard DK / Abel frá Tyrevoldsdal  8,90

  2. Kristján Magnússon SE / Óskar från Lindeberg  8,37

  3. Vignir Jónasson SE / Viking från Österåker  8,00

  4. Jamila Berg Dibi SE / Toppur frá Auðsholtshjáleigu  7,60

  5. Erlingur Erlingsson SE / Álfur från Granmyra  7,50

  6. Julie Christiansen DK / Sölvi frá Barkarstöðum  7,07

  7. Elsa Mandal Hreggviðsdóttir SE / Leistur från Toftinge  6,90

  8. Bernt Severinsen DK / Draumur fra Birkeskogen  6,50

 

Texti: Hilda Karen Garðarsdóttir  Mynd: Sweden International Horse Show

Myndasafn

0 0 0 0 0

Deila: