Horses of Iceland tók þátt í sýningunni Equine Affaire um miðjan nóvember í samstarfi við Íslandshestasamtökin í norðausturhluta Bandaríkjanna.

Sýningin er haldin árlega í Massachusetts í Bandaríkjunum. Kynning og fræðsla var í boði samtakanna og margt fólk tók þátt í sýningum á íslenskum hestum, til að mynda Knights of Iceland.

Samstarfið gekk vel og íslenski hesturinn vekur alltaf mikla athygli á þessari sýningu, enda njóta gangtegundir hans sín, sem og áræðni hans og kjarkur vel í sýningum sem þessari.

Á sýningunni var leikur í gangi á bás Horses of Iceland og NEICH sem eru Íslandshestasamtökin í norðausturhluta Bandaríkjanna. Einn heppinn þátttakandi var dregin út og hlaut sá heppni flugmiða til Íslands með Icelandair.

Það var Ms. Cynthia Tolbert var sú heppna. Hún elskar hesta og hefur átt hesta af mörgum kynjum í gegnum tíðina, t.d. American Quarter Horses, Tennessee Walker, Arabian, Peruvian Paso and Paso Fino. Fyrir tveimur árum síðan féll hún fyrir íslenska hestinum og flutti þá út hennar fyrsta íslenska hest, Mola frá Eystri-Hóli. Hún segist aldrei muni eiga annað kyn en íslenska hestinn! Moli er með gott geðslag, klár, viljugur og skemmtilegur! Hún er á sjötugsaldri og fór á sitt fyrsta mót með Mola fyrir stuttu síðan og er í Merrimack Valley skrautreiðarhópnum. Hún býr í New Hampshire og hefur virkilega notið þess að koma á sýninguna og hitta aðra Íslandshestaeigendur. 

     „Ég er svo ánægð með að hafa unnið flugamiðann til Íslands! Í mörg ár hefur mig dreymt um að heimsækja hið óspillta og fallega land hvaðan þessir mögnuðu hestar koma. Núna hlakka ég líka mikið til að heimsækja hrossaræktarbú sem hafa náð ótrúlegum árangri í ræktun hestins. Ég þakka kærlega fyrir þetta einstaka tækifæri,“ says Ms. Cynthia Tolbert.

Til hamingju Cynthia, við hlökkum til að sjá þig á Íslandi!

Myndasafn

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

Deila: