HorseDay smáforritið er frábær viðbót í þjálfun íslenska hestsins þar sem allt sem snýr að hestinum þínum er á einum stað, yfirgripsmikið smáforrit en jafnframt einfalt og fljótlegt í notkun í símanum þínum.

Með smáforritinu er hægt að halda utan um alla þjálfun hestsins en eftir hverja þjálfunarstund færðu yfirlit yfir lengd og tíma þjálfunar, meðalhraða og gangtegund ásamt yfirlitsmynd af þjálfunarstundinni. Mikilvægar upplýsingar sem stuðla að markvissari og árangursríkari þjálfun hestsins þíns.

HorseDay smáforritið er fyrsta sinnar tegundar sem er sérsniðið að íslenska hestinum og getur greint allar fimm gangtegundir hestsins með meira en 90% nákvæmni.

 

 

 

 







 

 

 

 

 

Með tengingu við Worldfeng birtast allir skráðir hestar hvers notanda í HorseDay ásamt grunnupplýsingum hvers hests, s.s. ættir og dómar. Í HorseDay er svo hægt að velja hvaða hestar eru þjálfaðir hverju sinni með því að færa þá inn í hesthúsið þitt í smáforritinu og gera þannig hesthúsið “stafrænt”. Það verður því auðvelt að halda utan um alla þjálfun og hirðingu með forritinu, t.d. er hægt að færa inn alla þá meðhöndlun sem hesturinn hlýtur, s.s. járningar og dýralæknaþjónustu.

Einnig er hægt að bjóða öðrum að fylgjast með þjálfun, þannig gæti t.d. reiðkennari fylgst með þjálfun nemenda sinna í gegnum smáforritið, eða eigandi fylgst með þjálfun hestsins hjá tamningamanni eða þjálfara.

Fjölmargir reiðkennarar og þjálfarar hafa tekið upp notkun á HorseDay og líkað vel, þ.á.m. Arnar Bjarki Sigurðsson; “Horseday nýtist mér mjög vel sem reiðkennari og þjálfari. Gangtegundagreiningin er ákveðin bylting í því að við fáum upplýsingarnar sjálfvirkt, þurfum ekki að skrá neitt niður sjálf, heldur setjum við forritið af stað í símanum og ríðum svo af stað.” Einfalt og gott.

HorseDay er frítt fyrir alla en gegn vægu gjaldi fær notandinn aðgang að fleiri kostum, líkt og gangtegundagreiningunni. Hægt er að nálgast smáforritið á þremur mismunandi tungumálum; íslensku, ensku og þýsku. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu HorseDay, www.horseday.com,  og samfélagsmiðlunum Instagram, Tiktok og Facebook undir @horsedayapp.

Smelltu hér til að skoða gangtegundagreininguna betur!

 

Deila: