Íslenski hesturinn tók þátt í stærsta hestaviðburði Skandinavíu, Falsterbo Horse Show, í fyrsta skipti í ár.

Hestasýningin og -keppnin var haldin í júlí í Falsterbo á Skáni, en þetta er stærsti íþróttaviðburðurinn í Svíþjóð sem haldinn er utan dyra. Horses of Iceland var á staðnum til að kynna kosti íslenska hestsins fyrir atriðin. Sýnd voru úrslit í fimmgangi, fjórgangi og tölti, skeið og kampavínsreið þar sem íslenskir hestar og knapar í fremstu röð komu fram.

Sýningin er mikilvæg fyrir markaðssetningu íslenska hestsins, til að auka sýnileika hans á alþjóðlegum vettvangi. Hér stendur hann jafnfætis hestum af öðrum og stærri kynjum sem keppa hindrunarstökki, dressúr og fleiri greinum.

Á Falsterbo Horse Show koma saman nærri 1.000 knapar og hestar af ýmsum kynjum sem keppa í 50 mismunandi greinum, auk 600 starfsmanna og þúsunda gesta. Falsterbo Horse Show er fastur liður hjá mörgum hestaunnendum frá öllum heimshornum. Sýningin/keppnin var fyrst haldið árið 1920 og á því 100 ára afmæli á næsta ári.

 

Deila: