Horses of Iceland tók þátt í hestasýningunni Equitana í Essen, Þýskalandi, dagana 9.–17. mars. Sýningin, sem haldin er á tveggja ára fresti, er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, en hana sækja að jafnaði um 200.000 manns og er þetta með stærstu verkefnum Horses of Iceland í ár.
Horses of Iceland tók þátt í hestasýningunni Equitana í Essen, Þýskalandi, dagana 9.–17. mars. Sýningin, sem haldin er á tveggja ára fresti, er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, en hana sækja að jafnaði um 200.000 manns og er þetta með stærstu verkefnum Horses of Iceland í ár. 
 
Íslenski hesturinn var kynntur í stórum bási þar sem gestum var m.a. boðið að horfa á 360-gráðu myndband af hestinum úti í íslenskri náttúru með sýndarveruleikagleraugum og þannig ferðast til heimkynna hans. Þetta framtak vakti mikla hrifningu, en fæstir höfðu prufað slíkt áður. 
 
Samstarfsaðilar Horses of Iceland voru einnig kynntir í básnum og að auki sýndi Horses of Iceland auglýsingamyndband um íslenska hestinn á 90-metra skjá á sýningarsvæðinu, alla vikuna, fimm sinnum á dag. 
 
Nærri 700 manns skráðu sig á póstlista Horses of Iceland í von um að fá veglegan vinning: Flug með Icelandair að andvirði 70.000 kr., hestaferð með Trail of Hope (samstarfsaðila Horses of Iceland) í íslenskri náttúru og vikupassa á Landsmót 2020.
 
Á Equitana var ætlunin að höfða til þeirra sem umgangast hesta af öðrum hrossakynjum og vekja athygli þeirra á eiginleikum íslenska hestsins.
 
Formleg opnun miðasölu á Landsmót 2020
 
Laugardaginn 16. mars, var miðasala á Landsmót 2020 formlega opnuð í bási Horses of Iceland á Equitana með ávarpi frá Erlendi Árnasyni, formanni Gæðingadómarafélagsins. Boðið var upp á lifandi íslenska tónlist og kynningu á íslensku lambakjöti, sem er markaðsset undir vörumerkinu Vikingyr á Þýskalandsmarkaði.
 
Landsmót hestamanna mun fara fram á Hellu, 6.-12. júlí 2020. Um 700 knapar og 1.100 keppnishestar munu taka þátt, búist er við um 10.000 gestum og frábærri stemmningu. Hægt er að kaupa miða á vefsíðu Landsmóts.

Sjá myndir hér fyrir neðan.

Myndasafn

0 0 0 0 0 0 0 0 0

Deila: