Við höfum beðið síðan 2018 en í sumar getum við loksins haldið Landsmót! Til að fagna þeirri staðreynd hefur Landsmót gefið út lagið „Þarfasti þjónninn“ sem á vel við um okkar besta félaga, íslenska hestinn.

Lagið var frumflutt í þættinum „Vikan með Gísla Marteini“ á föstudagskvöldið var og var það hljómsveitinn Hilmir & humlarnir sem stigu þar á stokk ásamt karlakór. Lag og texti er eftir Dag Sigurðsson, sem við þekkjum betur sem handboltastjörnu og núverandi þjálfara japanska handboltalandsliðsins. Stjörnustóðhesturinn og heiðursverðlaunahesturinn Skýr frá Skálakoti var gestur í sjónvarpssal við þetta tilefni og var glæsilegur fulltrúi hestsins eins og hans var von og vísa.

Hér fyrir neðan má lesa textann, svo það er um að gera að hlusta vel á lagið, læra textann og þá er allt klárt fyrir kvöldvökurnar á Landsmótinu á Hellu í sumar!

Hann er ekki hár í loftinu
hann er óvenju sterkbyggður
alveg fjári þrautseigur
státar af jafnaðargeði.

Hann er óvenju fallegur
oft á tíðum viljugur
hann er hinn íslenski stóðhestur
í jörpu sem og í muskóttu.

Upp fjallagarð, inn eftir sveit
fákurinn ber mig á baki sér
berst ef við villumst af leið.
Og þegar bylurinn brestur á bak
þá er gatan loks greið.

Þá við ríðum af stað
viljum heim til þín.

Tignarlegur á töltinu
faxið flöktir í vindinum
þarfasti þjónninn í landinu
alveg frá landnámstímanum.

Miðar á Landsmótið í sumar eru á tilboðsverði þar til 1. maí, sem er Dagur íslenska hestsins, svo það er um að gera að tryggja sér miða á besta verðinu hér!

Myndskeið úr þættinum á YouTube / Lagið má finna á Spotify

Myndir: Lárus Karl Ingason

Texti: Hilda Karen Garðarsdóttir

Myndasafn

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

Deila: