Meistaradeild KS hefst á keppni í gæðingalist miðvikudaginn 22. febrúar og fer mótaröðin fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.
Í meistaradeild KS keppa knapar bæði sem einstaklingar og sem hluti af liði. Átta lið eru skráð til leiks og í hverju þeirra eru fimm knapar en á hverju móti keppa þrír knapar úr hverju liði og því eru 24 keppendur sem keppa í hverri grein. Einu sinni á hverju tímabili mega liðin senda "Leynigest" sem ekki er hluti af liðinu en keppir fyrir hönd þess í tiltekinni grein. 
 
Í ár eru liðin svona: Þúfur, Uppsteypa, Storm Rider, Íbishóll, Hrímnir, Equinics, Eques og Dýraspítalinn Lögmannshlíð. 
 
Síðustu þrjú árin hefur tamningameistarinn Mete Moe Mannseth unnið einstaklingskeppnina og á síðasta ári vann lið Leiknis hestakerra liðakeppnina. 
 
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá tímabilsins í KS deildinni. Mótin fara öll fram í Svaðastaðahöllinni fyrir utan skeiðið sem haldið verður að Hólum í Hjaltadal þann 20. apríl. Alendis mun streyma beint frá öllum mótum deildarinnar. 
  • Gæðingalist – miðvikudagur, 22. febrúar kl. 18.00
  • V1 fjórgangur – miðvikudagur, 8. mars kl. 19.00
  • F1 fimmgangur – föstudagur 17. mars kl. 19.00 
  • T2 slaktaumatölt – miðvikudagur 5. apríl kl. 19.00
  • 150m & PP1 gæðingaskeið – fimmtudagur 20. apríl, kl. 13.00 
  • T1 tölt & P2 flugskeið gegnum höllina – föstudagur 28. apríl, kl. 18.30

Myndasafn

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

Deila: