Menntanefnd LH stendur fyrir rafrænni menntaráðstefnu með heimsþekktum kennurum.  Þema ráðstefnunnar er líkamsbeiting hestsins, fræðin þar á bak við, sérstaða Íslenska hestsins ásamt andlegu hlið keppnis- og sýningahestsins. Ráðstefnan er sérstaklega hugsuð fyrir þjálfara innan Menntamatrixu FEIF og dómara innan Íslandshestamennskunnar, en hægt er að senda inn beiðni um aðgang sé viðkomandi ekki innan þessara hópa. Þátttaka í ráðstefnunni gildir sem símenntun fyrir Menntamatrixu FEIF og eins sem liður í símenntun dómara.

Stefnt er að 5 kvöldum í október og byrjun nóvember á þessu ári og verður einn fyrirlesari í senn fyrstu 4 kvöldin, fimmta kvöldið verður svo samantekt og pallborðsumræður. Fyrsta dagsetning er 5.október og svo væntanlega vikulega út þann mánuð.

Þátttakendur skrá sig hér.

Ráðstefnan verður á ensku.

Á næstu vikum munum við kynna þá kennara sem að ráðstefnunni koma, fylgist með!

Menntanefnd LH.

Deila: