Sýningin Sweden International Horse Show fór fram dagana 24. – 27. nóvember í Friends Arena í Stokkhólmi.

Á sýningunni mátti sjá ýmis hrossakyn og haldnar voru heimsbikarkeppnir í dressur og hindrunarstökki auk keppni á í tölti á íslenskum hestum.

Sigurvegari töltkeppninnar var Dennis Hedebo Johansen frá Danmörku á Muna frá Bendstrup. Myndband frá Horses of Iceland var sýnt á risaskjá við völlinn og fulltrúi Íslandsstofu, Erna Björnsdóttir, var á sýningunni fyrir hönd Horses of Iceland og veitti keppendum verðlaun sín.

Sýningin er frábær gluggi fyrir kynningu á íslenska hestinum og alltaf vekur okkar knái hestur mikla athygli þar sem hann kemur. 

 

Deila: