Við vitum öll að hver hestur er einstakur en öllum finnst þeim gott að láta klóra sér og það er ekkert eins og að sjá íslenska hestinn fá gott klór.

Svo nú viljum við vita  hvar þínum hesti finnst  best að láta klóra sér? Er það á kviðnum, herðakambinum eða kannski taglinu?  

1. maí er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Fram til 30. apríl biðjum við þig að deila myndbandi/myndböndum (reels) af íslenska hestinum þínum þar sem honum er klórað á uppáhalds staðnum hans. Við viljum sjá gleðina, ánægjuna og þessi fyndnu svipbrigði hans. 

Það er til mikils  vinnaþví þann 1. maí drögum við út einn heppinn aðila sem vinnur til frábærra verðlauna sem við kynnum fljótlegaVinningshafinn verður kynntur á alþjóðadegi íslenska hestsins 1. maí. 

Fögnum einstöku sambandi á milli manns og hests – og farðu nú að klóra hestinum þínum! 

Það sem þú þarft að gera er: 

  • Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. 
  • Merkja okkur, @horsesoficeland á myndbandinu. 
  • Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu.  
  • Fylgja Horses of Iceland á Instagram. 
  • Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. 
  • Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjöööög vel allan tímann á meðan þú klórar honum! 
  • Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). 

Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí. 

 

Deila: